Páskar 2008
Hæ,
Gleðilega páska. Ég verð að segja það að þessir páskar hafa verið alveg indælir. Slöööööööökun út í gegn. Ég hef ekki slakað svona á í mörg ár. Slökunin byrjaði á miðvikudag og stendur enn yfir. Andabringur voru á boðstólum fyrsta kvöldið með aðstoð Fröken Demantsvej, svo fylgdu á eftir röndótt pasta með kjúlla á fimmtudeginum.
Á föstudaginn langa kíkti ég svo í heimsókn til Dorte og hjálpaði henni að hengja upp hillur, gardínustöng og fleira. Eftir þann glaðning fórum við í langan göngutúr eftir Odense á. Við gengum í hátt í 3 tíma meðfram ánni í fallegu veðri og þá er líkamsrækt síðustu mánaða talin upp. Ég fékk þessar fínu blöðrur á hælinn.
Í gær var svo grillpönnusteiktur lax á borðum með óhóflegu magni af hvítlauk og kannski í enn meira óhófi hvítvínslögg...kannski frekar heilt vatn og dró úr mér mikinn ef ekki allan mátt.
Í dag hef ég svo borðað lakkrís páskaegg frá Góu ásamt því að lesa nýjustu bók Arnaldar Indriða.
Fínasta lesning og langt síðan ég hef lesið heila bók á einum degi.
Ég fæ krílin til mín á eftir og stefni á að skella þeim í kvikmyndahús á morgun. Þannig eru og voru páskarnir hjá mér.
Ég las líka aðra bók eftir Arnald, Vetrarborgina, sem var mjög fín.
Áhugaverðar myndir sem ég sá um helgina:
Brokeback Mountain (Betri og öðruvísi en ég hafði búist við. Verulega flottur leikur)
I Kine spiser de hunde (sá hana í annað sinn og það er bara skylda að sjá þessa mynd)
Adams Æbler (önnur dönsk ræma sem ég sá um helgina. Snilldarmynd og eins og myndirnar hér að ofan ætti að fara amk einu sinni í gegnum sjáaldur hvers og eins)
Ég kveð að sinni og þakka þeim sem lásu.
Arnar Thor í slökun og mjaðmavexti
PS: Heyrði í Ásrúnu um helgina og Rúnu dóttur hennar. Alltaf jafn ánægjulegt. Ásrún, takk fyrir spjallið og fyrirgefðu að ég truflaði matargerðina...3.7 kíló af þorski á færibandinu þokast nær...
A
Gleðilega páska. Ég verð að segja það að þessir páskar hafa verið alveg indælir. Slöööööööökun út í gegn. Ég hef ekki slakað svona á í mörg ár. Slökunin byrjaði á miðvikudag og stendur enn yfir. Andabringur voru á boðstólum fyrsta kvöldið með aðstoð Fröken Demantsvej, svo fylgdu á eftir röndótt pasta með kjúlla á fimmtudeginum.
Á föstudaginn langa kíkti ég svo í heimsókn til Dorte og hjálpaði henni að hengja upp hillur, gardínustöng og fleira. Eftir þann glaðning fórum við í langan göngutúr eftir Odense á. Við gengum í hátt í 3 tíma meðfram ánni í fallegu veðri og þá er líkamsrækt síðustu mánaða talin upp. Ég fékk þessar fínu blöðrur á hælinn.
Í gær var svo grillpönnusteiktur lax á borðum með óhóflegu magni af hvítlauk og kannski í enn meira óhófi hvítvínslögg...kannski frekar heilt vatn og dró úr mér mikinn ef ekki allan mátt.
Í dag hef ég svo borðað lakkrís páskaegg frá Góu ásamt því að lesa nýjustu bók Arnaldar Indriða.
Fínasta lesning og langt síðan ég hef lesið heila bók á einum degi.
Ég fæ krílin til mín á eftir og stefni á að skella þeim í kvikmyndahús á morgun. Þannig eru og voru páskarnir hjá mér.
Ég las líka aðra bók eftir Arnald, Vetrarborgina, sem var mjög fín.
Áhugaverðar myndir sem ég sá um helgina:
Brokeback Mountain (Betri og öðruvísi en ég hafði búist við. Verulega flottur leikur)
I Kine spiser de hunde (sá hana í annað sinn og það er bara skylda að sjá þessa mynd)
Adams Æbler (önnur dönsk ræma sem ég sá um helgina. Snilldarmynd og eins og myndirnar hér að ofan ætti að fara amk einu sinni í gegnum sjáaldur hvers og eins)
Ég kveð að sinni og þakka þeim sem lásu.
Arnar Thor í slökun og mjaðmavexti
PS: Heyrði í Ásrúnu um helgina og Rúnu dóttur hennar. Alltaf jafn ánægjulegt. Ásrún, takk fyrir spjallið og fyrirgefðu að ég truflaði matargerðina...3.7 kíló af þorski á færibandinu þokast nær...
A
Ummæli
Rúnabrúna
kossar og knús frá Steig!!!!!